Gallery Grandpa opnar nýjan vef

Gallery Grandpa

Á óveðursdaginn mikla, föstudaginn 14. febrúar 2020, var opnaður nýr listvangur í Hafnarfirði, Gallery Grandpa, sem er vefrænt listagallerí sem einkum er tileinkað myndlist barna.

Á hinum nýja vef segir svo um tilgang vefjarins:

Lífið er ekki bara lotterí, heldur listaverk. Við byrjum við fæðingu með auðan strigann og erum æ síðan að mála okkar lífsmynd. Kannski er tjáningin einlægust fyrst, þegar hugurinn er frjáls frá aga, fordómum og kreddum. Þess vegna leggur Gallery Grandpa áherslu á myndlist barna.

Á þessum flunkunýja listvangi er speki írska rithöfundarins Oscar Wilde í hávegum höfð.

Nú er bara að skella sér á listsýningu.